Mix & Mastering
Gott mix gerir gott lag enn betra. Faglega unnin hljóðblöndun fyrir lagið þitt.
What's included?
- Hljóðblöndun (Mix): Tryggir að gott jafnvægi sé milli allra hljóðfæra og radda. Bætir breidd, dýpt, orku og skýrleika tónlistarinnar þinnar.
- Hljómjöfnun (Mastering): Lokaskrefið í ferlinu sem fínstillir lagið fyrir dreifingu á streymisveitum. Mastering getur bætt heildarhljóm lagsins og tryggt að það komi sem best út í mismunandi tækjum og aðstæðum.
- Þrjár fríar revisions til að fullkomna mixið.
- Handvirk raddstilling (Melodyne) er standardinn fyrir popptónlist í dag og getur gert góðan flutning enn betri.
- Tímaleiðrétting fyrir þéttari og skýrari bakraddir.
- Afhending innan 4-7 virkra daga.
Algengar spurningar
Hljóðblöndun snýst um að koma jafnvægi á allar einingar lagsins (eins og söng, trommur og hljóðfæri) í samheldið ' mix'. Mastering er aftur á móti lokaskrefið í framleiðsluferlinu þar sem mixaða lagið er fínstillt fyrir dreifingu (t.d. á Spotify), sem tryggir samræmi, skýrleika og rétta hljóðstyrk (LUFS).
Flóknari pródúseringar með mörgum 'layers' taka lengri tíma í hljóðblöndun. Venjulega mun afhending taka um 4-7 virka daga. Hafðu samband við mig í gegnum contact flipann ef þú ert með styttra deadline!
Góð hljóðblöndun og mastering tryggir að lagið þitt hljómi vel hvar sem hlustendur þínir eru að spila tónlistina þína, hvort sem það er á Airpods, í bílnum eða í Bluetooth hátalara.
Melodyne er iðnaðarstaðallinn í raddvinnslu í popp bransanum, flest lög á topplistum heimsins hafa verið unnin með því. Melodyne getur hljómað mjög náttúrulega og tekur hlustandinn vanalega ekki eftir því að röddin hafi verið unnin, en tryggir að minnstu smáatriði séu 'in tune', á meðan Autotune er meira áberandi áhrif (þó stundum æskilegt). En auðvitað vilja sumir hrárra vocal sound þar sem röddin er ekki unnin gegnum neitt pitch correction.
Auðvitað! Innifalið eru þrjár ókeypis'revisions' til að tryggja að lagið sé alveg eins og þú vilt hafa það.
Best er að senda inn 'stems' á WAV- eða AIFF-sniði í hárri upplausn, helst á 24-bita og 44,1kHz eða hærra.