Nýleg Verkefni

  • Tónlist fyrir auglýsingu Arctic Fox Films

    · Eftir Johannes Sigurjonsson

    Þessi vel skotna og cinematíska auglýsing fyrir byggingarvörufyrirtæki þurfti kraftmikla og orkumikla tónlist.   Vafrinn þinn styður ekki myndbandsmerkið.

  • Tónlist fyrir 'Sveitarómantík (2024)'

    · Eftir Johannes Sigurjonsson

    Sveitarómantík er heimildarþáttasería um ást og sambönd á landsbyggðinni. Tónlistin þurfti að skapa ákveðna nánd við viðmælendur og fanga fegurðina í íslensku náttúrunni sem er að finna út á landi. Það varð fljótt ljóst að ekki gekk að nota nein 'tölvuhljóðfæri' fyrir þetta verkefni svo ég gerði tilraun til að spila inn ýmis hljóðfæri á borð við banjó, lapsteel og mandólín.  Hlustaðu á öll lögin úr seríunni hér að neðan: Sjá upptökuferlið hér að neðan: Skoðaðu þessa færslu á Instagram Færsla sem Jóhannes Ágúst (@johannesagust) deildi  

  • Pródúseringar á sample pökkum fyrir Overtune

    · Eftir Johannes Sigurjonsson

    Frábært verkefni fyrir tónlistarsköpunarforritið Overtune. Pródúsering á um 150 sample pökkum í ýmsum tónlistarstílum, allt frá hip-hop yfir í hyperpop og R&B. Vegna eðli verkefnisins var ekki notast við neinar loops frá fyrirtækjum á borð við Splice. Öll hljóðfæri og raddir tekin upp og unnin frá grunni, í stúdíóinu. Fyrir neðan má heyra sýnishorn, brot af því besta:

  • Tónlist fyrir gamanþáttaröðina 'Flamingó Bar (2024)'

    · Eftir Johannes Sigurjonsson

    Það var skemmtileg áskorun að semja tónlist fyrir gamanþáttaröðina 'Flamingó Bar' fyrir Arctix Fox Films og Stöð 2. Ein athugasemd frá leikstjóra seríunnar var að þemalagið ætti að hljóma eins og hálfgert punchline, smá í anda þátta eins og t.d. Seinfeld. Svo ég byrjaði þemalagið klassíska ba-dum-tss trommufillinnu.  Horfðu á upphafskreditlista þáttana ásamt þemalaginu hér að neðan:       Vafrinn þinn styður ekki myndbandsmerkið.

  • 'Þagnir Hljóma Vel' með Valdísi og JóiPé

    · Eftir Johannes Sigurjonsson

    Skemmtilegt samstarf við íslensku popp artistina Valdísi og JóiPé. Nostalgískt sumarlag fyrir roadtrippið eða sunnudagsrúntinn. Fyrir tónlistar-gear nördina, má heyra Mood Mk2 pedalinn frá Chase Bliss móta fyrstu sekúndur lagsins.  

  • Pródúsering á 'Höfin Blá' fyrir Ástrós

    · Eftir Johannes Sigurjonsson

    Ástrós kom til mín með þetta fallega lag og við færðum það í chill lo-fi búning.