Nýleg verkefni
-
Tónlist fyrir auglýsingu Arctic Fox Films
Þessi vel skotna og cinematíska auglýsing fyrir byggingarvörufyrirtæki þurfti kraftmikla og orkumikla tónlist. Vafrinn þinn styður ekki myndbandsmerkið.
-
Tónlist fyrir 'Sveitarómantík (2024)'
Sveitarómantík er heimildarþáttasería um ást og sambönd á landsbyggðinni. Tónlistin þurfti að skapa ákveðna nánd við viðmælendur og fanga fegurðina í íslensku náttúrunni sem er að finna út á landi. Það varð fljótt ljóst að ekki gekk að nota nein...
-
Pródúseringar á sample pökkum fyrir Overtune
Frábært verkefni fyrir tónlistarsköpunarforritið Overtune. Pródúsering á um 150 sample pökkum í ýmsum tónlistarstílum, allt frá hip-hop yfir í hyperpop og R&B. Vegna eðli verkefnisins var ekki notast við neinar loops frá fyrirtækjum á borð við Splice. Öll hljóðfæri og raddir tekin upp og unnin...
-
Tónlist fyrir gamanþáttaröðina 'Flamingó Bar (2024)'
Það var skemmtileg áskorun að semja tónlist fyrir gamanþáttaröðina 'Flamingó Bar' fyrir Arctix Fox Films og Stöð 2. Ein athugasemd frá leikstjóra seríunnar var að þemalagið ætti að hljóma eins og hálfgert punchline, smá í anda þátta eins og t.d. Seinfeld. Svo...
-
'Þagnir Hljóma Vel' með Valdísi og JóiPé
Skemmtilegt samstarf við íslensku popp artistina Valdísi og JóiPé. Nostalgískt sumarlag fyrir roadtrippið eða sunnudagsrúntinn. Fyrir tónlistar-gear nördina, má heyra Mood Mk2 pedalinn frá Chase Bliss móta fyrstu sekúndur lagsins.
-
Pródúsering á 'Höfin Blá' fyrir Ástrós
Ástrós kom til mín með þetta fallega lag og við færðum það í chill lo-fi búning.
Notalegt stúdíó við höfnina í Reykjavík, búið fjölbreyttum analog búnaði og hljóðfærum sem koma laginu á næsta stig.
Tækjasafnið inniheldur meðal annars vintage Juno-106, Prophet REV2 og Moog Subsequent 37, ásamt mörgum strengjahljóðfærum, stóru safni af gítarpedalum og hágæða preamp, analog EQ og comressorum.