Einkatímar

Venjulegt verð 54.990 kr

Taktu pródúseringarnar þínar á næsta stig með einstaklingsbundnum námskeiðum.

Hvað get ég lært?

  • Icon Einstaklingsmiðað námskeið, þú velur áherslurnar útfrá þínum markmiðum.
  • Icon Lærðu hljóðblöndun með effektum eins og compression, limiter, EQ, clipping, reverb o.fl.
  • Icon Náðu tökum á sound selection og layering.
  • Icon Taktu upp og mixaðu söng.
  • Icon Náðu ‘pro’ soundi á lögin þín.
  • Icon Lærðu að nota stúdíóbúnað eins og audio interface, preampa og syntha.
  • Icon Einföld tónfræði sem gagnast pródúserum og lagahöfundum.
  • Icon Lærðu að skrifa catchy laglínur og hooks.
  • Icon Lærðu hljóðhönnun með synthum eins og Serum og Vital.
  • Icon Tímarnir eru kenndir í stúdíói Eyjarslóð 7, Reykjavík.
  • Icon Einnig í boði sem Zoom-tímar.

Algengar spurningar

Þetta námskeið er fyrir alla sem hafa áhuga á að búa til tónlist, hvort sem þú ert byrjandi eða með reynslu.

Tölva og forrit (eins og FL Studio, Logic eða Ableton) er góður grunnur. Hins vegar er hægt að taka tímana með prufueintökum af hugbúnaðinum. Mörg fyrirtæki bjóða upp á frábær 'trial versions' af hugbúnaðinum sínum ókeypis, sem er meira en nóg til að byrja með. Hafðu samband við mig í contact flipanum fyrir frekari upplýsingar um það.

Ég hef haldið fjölda námskeiða um pródúseringu og lagasmíði við Háskóla Íslands (EHÍ), haldið námskeið og fyrirlestra við Skýið Skapandi Skóla og kennt grunnnámskeið í Logic Pro við Tjarnarskóla undanfarin ár. Ég er með BA gráðu í Tónlistarframleiðslu frá Linnéuniversitet í Svíþjóð og er Logic Certified Pro vottun frá Apple. Ég hef unnið sem pródúser í fullu starfi í meira en fjögur ár og hef aflað mér reynslu í ýmsum tónlistarstefnum.

Tímarnir geta verið á virkum dögum frá kl. 8:00-20:00. Ef það hentar ekki, hafðu þá samband í gegnum samskiptahlutann og við finnum út úr því. Flestir velja að taka einn tíma á viku, en það er líka hægt að setja upp annað fyrirkomulag sem hentar þér betur.