Nýleg Verkefni

  • Pródúsering og co-write á fyrstu smáskífu 'Kris'

    · Eftir Johannes Sigurjonsson

    Ég sá um pródúseringu og co-writing á fyrstu smáskífu 'Kris'. Fyrsta lagið af væntanlegri EP plötu hennar 'What's Past'.  

  • 'LYFTESSU' - Luigi & Saint Pete

    · Eftir Johannes Sigurjonsson

    Fjölmargar tökur af trompetum, básúnum og saxafónum voru tekin upp fyrir þetta sigur anthem með Luigi og Saint Pete. Frábært samstarf með Sýn+ fyrir markaðsherferð þeirra fyrir sýningar á Enska Boltanum.  

  • Pródúsering á 'Norðurljós' fyrir Söngvakeppnina 2025

    · Eftir Johannes Sigurjonsson

    Skemmtilegt verkefni að pródúsera þetta lag auk þess að vera meðhöfundur, fyrir Söngvakeppni Sjónvarpsins. BÍA vissi strax hvað hún vildi hafa sem aðalþema textans í laginu, svo pródúseringin þurfti að sameina bæði náttúrufegurð „Norðurljósanna“ og bæta við styrk og orku.    

  • Tónlist fyrir auglýsingu Arctic Fox Films

    · Eftir Johannes Sigurjonsson

    Þessi vel skotna og cinematíska auglýsing fyrir byggingarvörufyrirtæki þurfti kraftmikla og orkumikla tónlist.   Vafrinn þinn styður ekki myndbandsmerkið.

  • Tónlist fyrir 'Sveitarómantík (2024)'

    · Eftir Johannes Sigurjonsson

    Sveitarómantík er heimildarþáttasería um ást og sambönd á landsbyggðinni. Tónlistin þurfti að skapa ákveðna nánd við viðmælendur og fanga fegurðina í íslensku náttúrunni sem er að finna út á landi. Það varð fljótt ljóst að ekki gekk að nota nein 'tölvuhljóðfæri' fyrir þetta verkefni svo ég gerði tilraun til að spila inn ýmis hljóðfæri á borð við banjó, lapsteel og mandólín.  Hlustaðu á öll lögin úr seríunni hér að neðan: Sjá upptökuferlið hér að neðan: Skoðaðu þessa færslu á Instagram Færsla sem Jóhannes Ágúst (@johannesagust) deildi  

  • Pródúseringar á sample pökkum fyrir Overtune

    · Eftir Johannes Sigurjonsson

    Frábært verkefni fyrir tónlistarsköpunarforritið Overtune. Pródúsering á um 150 sample pökkum í ýmsum tónlistarstílum, allt frá hip-hop yfir í hyperpop og R&B. Vegna eðli verkefnisins var ekki notast við neinar loops frá fyrirtækjum á borð við Splice. Öll hljóðfæri og raddir tekin upp og unnin frá grunni, í stúdíóinu. Fyrir neðan má heyra sýnishorn, brot af því besta: